83 ára fangi tekinn af lífi

Walter Moody.
Walter Moody. Alabama Department of Corrections

Walter Moody, sem var 83 ára gamall, var tekinn af lífi í Alabama í nótt og er þar með elsti fanginn sem hefur verið tekinn af lífi í Bandaríkjunum frá því dauðarefsingar voru teknar upp að nýju á áttunda áratug síðustu aldar. 

Moody var tekinn af lífi fyrir morðið á bandarískum dómara árið 1989. Hann var einnig fundinn sekur um morð á lögmanni á sama tíma.

„Walter Leroy Moody hefur verið tekinn af lífi fyrir morðið á alríkisdómaranum Robert Vance árið 1989,“ segir í yfirlýsingu frá ríkisstjóranum í Alabama, Kay Ivey. Vance lést og eiginkona hans særðist þegar sprengja sprakk á heimili þeirra í Birmingham, Alabama, í desember 1989. Lögmaðurinn Robert Robinson lést á sama hátt tveimur dögum síðar í Savannah, Georgíu, en hafði varið réttindasamtök svartra í Bandaríkjunum fyrir dómi.

Um rörasprengjur var að ræða og fundust fleiri slíkar á skrifstofu áfrýjunardómstólsins í Atlanda þar sem Vance starfaði og eins á skrifstofum baráttusamtaka svartra (NAACP) í Jacksonville, Flórída.

Hópur sem nefnist Americans for a Competent Federal Judicial System lýsti ábyrgð á árásunum og hótaði að fremja fleiri slíkar árásir í hefndarskyni fyrir nauðgun og morð á hvítri konu, Julie Love, sem tveir svartir menn frömdu í Atlanta árið 1988.

Moody, sem hafði óbeit á réttarkerfinu eftir að hafa verið dæmdur fyrir vörslu sprengiefnis árið 1972, var handtekinn grunaður um tilræðin árið 1990 og dæmdur til dauða fyrir morðið á Vance árið 1997.

mbl.is
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á lager 37 og 58 hp bátavélar frá TD Með gír og mælaborði og motorpúðum...
Íbúð til leigu í Fossvogi til 12.ág.
Íbúð í Fossvogi til leigu. Laus núna þar til 12. ágúst. 52 fermetrar, 2ja herbe...
Egat Diva - Snyrti-Nuddbekkur,Rafmagns fyrir Snyrti,Fótaaðgerða,spa....
Egat Diva - Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, Vatnshelt áklæði, svartir og beige ...
 
Fræðslufulltrúi 50%
Önnur störf
Fræðslufulltrúi - 50...
Vélstjóri
Sjávarútvegur
Vélstjóri óskast á Dala Rafn VE 508, ...
Sumarstörf n1
Önnur störf
Vilt þú vinna á líflegum vinnustað í s...
Ráðgjafi - þjónustufulltrúi
Skrifstofustörf
Ráðgjafi Helstu verkefni ráðgjafa o G...