Snöggt gos í Io

Mynd tekin af gossvæðinu við Io-fjall eftir að gosinu tók …
Mynd tekin af gossvæðinu við Io-fjall eftir að gosinu tók að minnka. AFP

Gos hófst við eldfjallið Io um hálf sjö í morgun að íslenskum tíma og vöruðu þarlend yfirvöld við öskufalli og fallandi grjóti. Hættustig á svæðinu var hækkað í 3 af 5. Þetta kemur fram í umfjöllun Kyodo fréttaveitunnar. 

Io er 1317 metrar að hæð og náði gosmökkurinn 300 metra uppí loft. Gosinu lauk snögglega um hálf tíu leytið í kvöld að íslenskum tíma. Yfirvöld telja þó ennþá stafa hætta af gasi frá eldfjallinu en viðvörunarstigið er óbreytt vegna möguleika á að hraunflæði. Einnig er búist við sprengingum í fjallinu næstu mánuði þar sem grjót getur kastast allt að tvo kílómetra.

Fjallið er hluti af Kirishima-hryggnum á eyjunni Kyushu og er Shimmoe-fjall á sama hrygg, en það gaus 6. mars. Shimmoe-fjall er 1421 metri á hæð og er einnig búist við frekari sprengingum frá því fjalli næstu misseri.

Eldfjallið Io gaus síðast árið 1768 og er mikil eldvirkni á Kirishima-hryggnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert