Samskonar þotuhreyflar rannsakaðir

Ítarleg rannsókn verður gerð á samskonar þotuhreyflum um allan heim.
Ítarleg rannsókn verður gerð á samskonar þotuhreyflum um allan heim. AFP

Bandarísk flugmálayfirvöld hafa fyrirskipað að ítarleg rannsókn fari fram á þotuhreyflum svipaðir þeim sem voru í flugvél Southwest Airliens fyrr í vikunni þar sem kona lést.

„Ef blað í þotuhreyfli bilar vegna sprungumyndunar getur það orðið til þess að hreyfillinn stöðvist, brak fari úr honum,skemmdir verði á hreyflinum og flugvélinni og mögulega verði þrýstingsfall í farþegarýminu,“ sagði í tilkynningu flugmálayfirvalda. 

Fyrirskipað hefur verið að allir þotuhreyflar af tegundinni CFM56-7B sem hafi verið notaðir í yfir 30.000 þúsund klukkustundir á flugi, verði rannsakaðir innan tuttugu daga.

Um er að ræða um 352 þotuhreyfla í Bandaríkjunum og samtals 681 víðs vegar um heiminn.

Nú þegar hafa 150 þotuhreyflar verið skoðaðir.

Hreyflarnir knýja Boeing 737-flugvélar áfram

Flugmálayfirvöldin höfðu áður fyrirskipað að 220 hreyflar yrðu skoðaðir.

Eng­inn flugrekstr­araðili sem heyr­ir und­ir flug­mála­yf­ir­völd á Íslandi not­ar hreyfla af teg­und­inni CF­M56-7B.

Flugvél frá Southwest Airlines í Fíladelfíu.
Flugvél frá Southwest Airlines í Fíladelfíu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert