Skref sem hefur verið beðið eftir

Federica Mogherini á blaðamannafundi.
Federica Mogherini á blaðamannafundi. AFP

Evrópusambandið segir ákvörðun Norður-Kóreu um að hætta kjarnorkutilraunum sínum vera „jákvætt skref sem lengi hefur verið beðið eftir“.

Fram kemur í yfirlýsingu Federicu Mogherini, sem fer með utanríkis- og öryggismál hjá ESB, að tilkynning Kims Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, sýni vilja hans til að „virða alþjóðlegar skuldbindingar“ og fylgja samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert