Skírlífi lykillinn að andasæringum

Ráðstefnan er styrkt af íhaldssömum samtökum kaþólikka, en þátttakendur á …
Ráðstefnan er styrkt af íhaldssömum samtökum kaþólikka, en þátttakendur á ráðstefnunni kenna m.a. internetinu og trúleysi um vaxandi illsku í heiminum. AFP

Andrés Cárdenas situr aftarlega í fundarsalnum og tekur punkta albanski kardínálinn Ernest Simoni lýsir áratuga reynslu sinni af því að særa út djöfla sem tekið hafi sér bólfestu í líkama manna. Lýsir Simoni því m.a. hvernig eigi að hrópa á djöfulinn, hreinsa múslima af svarta galdri og hvernig eigi að framkvæma særingar í gegnum snjallsímann.

Hinn kólumbíski Cárdenas glósar samviskusamlega lýsingar hins níræða Simoni er hann útskýrir hvernig „andlega vísindatækið“ eins og hann kallaði andasæringarnar geta verið nýttar á múslimum sem eftir sem áður verði þó áfram múslimar.

Stundum, sagði hann, hjálpar það hinum andsetnu að fasta, en i önnur skipti dugar ekkert nema harkann og þá þarf bara að segja Satani „að þegja“.

Máttur bænarinnar er mikill að mati kardínálans Ernest Simoni. Mynd …
Máttur bænarinnar er mikill að mati kardínálans Ernest Simoni. Mynd úr safni. AFP

Vill deila særingunum með sóknarbörnum sínum

Cárdenas gerði sér ferð til Rómar til að læra andasæringar. segir hann þær  vera „gjöf“ sem hann vilji deila með sóknarbörnum sínum heima í El Espinal. Cárdenas var í hópi 300 kaþólikka, sem tóku þátt í vikulangri andasæringaráðstefnu sem nú var haldinn í 13 skipti. New York Times segir það von skipuleggjendanna að það takist að þjálfa upp „heri mögulegra andasærenda sem geti barist gegn útbreiðslu djöfullegra afla“.

Ráðstefnan er styrkt af íhaldssömum samtökum kaþólikka, en þátttakendur á ráðstefnunni  kenna m.a. internetinu og trúleysi um vaxandi illsku í heiminum. Þá eru nokkrir einnig þeirrar skoðunar að kaþólska kirkjan hafi villst af leið undir stjórn Frans páfa og að heimsendir nálgist.

Minnir New York Times að það hafi vakið hneykslan margra íhaldssamra kaþólikka er páfi sagðist fyrir skemmstu ekki trúa á helvíti.

Nunnur taka sjálfsmynd við vikulega áheyrn Frans páfa. Hægt er …
Nunnur taka sjálfsmynd við vikulega áheyrn Frans páfa. Hægt er að nota snjallsíma við andasæringar að sögn Simonis. AFP

Skírlífi lykillinn

Hvorki faðir Cárdenas né Simoni kardínáli efast hins vegar um tilvist djöfulsins. Simoni kynntist illsku á eigin skinni er hann sætti áratuga vist í fangelsi og vinnubúðum fyrir trú sína á kommúnistatímanum í Albaníu, í stjórnartíð Enver Hoxha.

Hann deilir í ávarpi sínu leyndarmálinu að baki andasæringu. „Biðjið án afláts,“ segir hann og minnir áheyrendur sína á „að umfram allt annað þá sé skírlífi“ lykillinn. 

Spurður hvernig þekkja megi muninn á andsetnum einstaklingi og þeim sem þjáist af geðsjúkdómi segir hann auðvelt að þekkja Satan. Þá sé auðvelt að sjá hvenær andasæring virki. „Það sést strax,“ sagði hann. Einn einstaklingur hafi til að mynda hætt samstundis að hoppa upp og niður og halda fjórum einstaklingum uppteknum með aðgerðum sínum yfir í að standa kyrr „með gleðibros“.

Hann kvaðst enn fremur oft og iðulega hafa framkvæmt særingar í gegnum farsíma sinn, þó kaþólska kirkjan banni slíkt. „Ég hef gert það hundrað eða þúsund sinnum,“ sagði hann.  

Eru nokkrir þátttakenda í andasæringaráðstefnunni þeirrar skoðunar að kaþólska kirkjan …
Eru nokkrir þátttakenda í andasæringaráðstefnunni þeirrar skoðunar að kaþólska kirkjan hafi villst af leið undir stjórn Frans páfa og að heimsendir nálgist. AFP

Vandræðalegt samband kirkju og andasæringa

Hjálparrit særingamannsins, Galdrar, dulspeki og yfirskilvitleg tengsl, Líf, val og mistök særingamannsins og Galdrar í Afríku voru einnig meðal þeirra fyrirlestra sem í boði voru.

New York Times segir Vatikanið hafa átt í vandræðalegu sambandi við nokkra af best þekktu særingarmönnum Afríku og þannig hafi Emmanuel Milingo, erkibiskum Zambíu, haft orð á sér sem heilari og særingamaður. Ekki er heldur lengra síðan en 2014 að Vatíkanið viðurkenndi formlega Alþjóðasamband særingarmanna. Sambandið hefur um 250 félagsmenn innan sinna vébanda og heldur þeim upplýstum um bestu aðferðirnar við að takast á við djöfulinn.

Þegar faðir Gabriele Amorth, frægasti særingamaður Ítalíu lést árið 2016, voru uppi háværar kröfur um að finna yrði eftirmann hans.

Presturinn Joseph Poggemeyer, frá Toledo í Ohio, sagði í öðrum fyrirlestri á ráðstefnunni að særingamenn yrðu að taka á illskunni sem dreift væri á netinu og að hver kirkjusókn ætti að hafa aðgang að særingarmanni.

Þær breytingar sem orðið hafi á kirkjunni hafi hins vegar valdið ruglingi sem hafi dregið úr þessai þekkingu. „Hún hefur einfaldllega glatast,“ sagði hann. „Margar sóknir í Bandaríkjunum hafa ekki haft særingamann í mjög langan tíma.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert