George H.W. Bush á spítala

George H.W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið lagður inn á spítala vegna  blóðsýkingar. 

Í tilkynningu frá skrifstofu forsetans fyrrverandi segir að Bush, sem er 93 ára, hafi verið lagður inn á spítala í Houston í gær, aðeins degi eftir að hann fylgdi eiginkonu sinni til 73 ára, Barböru Bush, til grafar. 

Forsetinn fyrrverandi fékk sýkingu sem leiddi út í blóðið en meðferðin sem læknarnir veittu honum er að bera árangur. Skrifstofa hans mun veita frekari upplýsingar þegar þær fást. 

Bush er með Parkinsons og notar hjólastól. Hann hefur reglulega þurft að leita læknisaðstoðar síðustu misseri vegna lungnabólgu.  

George H.W. Bush við jarðarför eiginkonu sinnar, Barböru Bush, á …
George H.W. Bush við jarðarför eiginkonu sinnar, Barböru Bush, á laugardag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert