Græddu lim og pung á hermann

Hópi skurðlækna í Bandaríkjunum tókst í lok mars að græða getnaðarlim og pung á bandarískan hermann sem særðist í sprengingu í Afganistan.

Frá þessu er greint á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC en skurðaðgerðin fór fram í Johns Hopkins-háskólanum.

Fram kemur í fréttinni að skurðlæknarnir hafi notað getnaðarlim og pung af látnum líffæragjafa. Þeir telja að hermaðurinn eigi eftir að geta stundað kynlíf sem er ekki mögulegt þegar getnaðarlimur er endurskapaður.

Samtals komu ellefu skurðlæknar að aðgerðinni sem fór fram 26. mars og tók rúmlega 14 klukkustundir.

Getnaðarlimur hefur áður verið græddur á karlmann en þetta er í fyrsta sinn sem það er gert þar sem það á einnig við um pung.

Nokkrir af læknunum sem komu að aðgerðinni.
Nokkrir af læknunum sem komu að aðgerðinni. Ljósmynd/John Hopkins University
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert