Skutu 18 manns til bana í kirkju

Wikipedia

Byssumenn skutu 18 manns til bana í árás á kirkju í Nígeríu í dag. Þar á meðal tvo presta að því er segir í frétt AFP. Talið er að árásarmennirnir hafi verið um 30 talsins.

Fram kemur í fréttinni að árásin hafi átt sér stað í þorpinu Mbalom. Haft er eftir lögreglunni að jarðarför og messa hafi verið í gangi í kirkjunni þegar árásin var gerð.

Margir aðrir særðust í árásinni. Eftir hana eyðilögðu árásarmennirnir tugi húsa í þorpinu. Íbúarnir hafi flúið til næstu þorpa í leit að skjóli fyrir fjölskyldur sínar.

Talið er að árásarmennirnir hafi verið vopnaðir hirðingjar en blóðug átök hafa geisað á milli þeirra og bænda á svæðinu um yfirráð yfir jarðnæði og auðlindum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert