Segir Weinstein reynt að hafa samband

McGowan er hér fyrir miðju, en hún segir Weinstein hafa …
McGowan er hér fyrir miðju, en hún segir Weinstein hafa reynt að ná í sig í gegnum sms-skilaboð. AFP

Leikkonan Rose McGowan segir að kvikmyndaframeiðandinn Harvey Weinstein hafi reynt að setja sig í samband við hana eftir að hún sakaði hann opinberlega um að hafa nauðgað sér. Þetta kemur fram í viðtali við hana í þættinum Victoria Derbyshire show sem sýndur er á BBC. McGowan var ein af fyrstu konunum til að saka Weinstein um kynferðisofbeldi, en yfir hundrað konur hafa sakað hann um að brjóta gegns sér. Ásakanirnar bundu enda á feril hans í kvikmyndabransanum.

McGowan segist hafa fengið sms-skilaboð og fleira í þeim, en hún hafi ekki hugmynd um hvernig hann komst yfir númerið hennar. Skilaboðin voru þó ekki frá Weinstein sjálfum heldur voru þau send af einhverjum fyrir hans hönd, að sögn McGowan.

Yfir hundrað konur hafa sakað Weinstein um kynferðisofbeldi.
Yfir hundrað konur hafa sakað Weinstein um kynferðisofbeldi. AFP

„Þetta var mér áfall, eins og að verða aftur fyrir skoti. Ég skil ekki tilganginn með þessum skilaboðum,“ segir McGowan í viðtalinu, en í skilaboðunum mun hafa komið fram að Weinstein vildi komast í samband við hana. Hún greinir þó ekki nákvæmlega frá innihaldi skilaboðanna.

Hún segir að þrátt fyrir að Weinstein hafi ekki hafa sett sig beint í samband við hana, hafi hann ráðið fólk til að ógna henni. Þar á meðal fjölmiðlafulltrúa sem hefur séð um krísustjórnum fyrir hans hönd. Hún segir þetta hafa gerst nýlega.

Lögregluyfirvöld í London, Los Angeles og New York rannsaka nú kynferðisbrotamál tengd Weinstein, en kærum hefur rignt yfir hann síðan konurnar fóru að stíga fram ein af annarri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert