Mannskæð flóð í Ísrael

mbl.is

Mikil flóð eru í Ísrael sem hafa kostað tíu lífið, níu stúlkur og dreng. Einnig hafa einhverjir hlotið meiðsl vegna þeirra. Flóðin komu í kjölfar storms sem gengið hefur einkum yfir suðurhluta landsins sem leitt hefur til þess að ár hafa flætt yfir bakka sína.

Stúlkurnar og drengurinn létust eftir að áin Tzafit, sem hafði flætt yfir bakka sína, hreif þau með sér. Blaðamaður Morgunblaðsins sem staddur er í Jerúsalem segir allt lamað í borginni vegna flóðanna. Starfsemi verslana og þjónustufyrirtækja sé á hliðinni. Flætt hafi yfir vegi og jafnvel inn í bifreiðar.

Hefur hann eftir rútubílstjóra, sem flutti hópinn sem blaðamaðurinn ferðast með, að hann hafi aldrei séð annað eins veður í borginni.

mbl.is
mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert