Meirihluti hinna látnu konur

Beðið fyrir þeim sem létust þegar Kanadamaður ók á gangandi …
Beðið fyrir þeim sem létust þegar Kanadamaður ók á gangandi vegferendur í Toronto á mándag. AFP

Átta konur eru á meðal þeirra tíu sem létust þegar Alek Minassian ók á gang­andi veg­far­end­ur í Toronto á mánu­dags­kvöldið. Hinir látnu voru á aldrinum 22-94 ára, þar á meðal nemi frá Suður-Kóreu og jórdanskur maður sem var að heimsækja son sinn sem býr í borginni.

Fjöldi særðra hefur hækkað og munu tvær ákærur um manndrápstilraun bætast ofan á 10 morðákærur og 14 ákærur fyrir tilraun til manndráps sem þegar hafa verið gefnar út á hendur Minassian. Hin særðu sem hafa bæst í hópinn eru 21 árs gamall karlmaður og 67 ára gömul kona. Þau fóru af vettvangi áður en bráðaliðar mættu á svæðið en höfðu samband við lögreglu nokkru seinna.

Kenna konum um skírlífið

Minassian lofaði morðingj­ann Elliot Rod­ger á Face­book nokkr­um mín­út­um áður en hann lét til skara skríða. Rod­ger myrti sex manns og særði fjór­tán í skotárás á há­skóla í Santa Barbara í Kali­forn­íu 2014 og tók að því loknu eigið líf.

Sagði Minassi­an í Face­book-færslu sinni að upp­reisn þeirra sem ekki væru skír­líf­ir að eig­in ósk væri loks­ins haf­in og að öllu mynd­ar­lega fólk­inu yrði steypt af stóli. „All­ir fagni hinum of­ur­mann­lega herra­manni Elliot Rod­ger!“

Færslan sem Minassian birti skömmu áður en hann settist upp …
Færslan sem Minassian birti skömmu áður en hann settist upp í sendibíl og ók á gangandi vegfarendur í miðborg Toronto. Skjáskot/Facebook

Minassi­an er þá sagður hafa eytt löng­um stund­um á svo­nefndri Incel-spjallsíðu á Reddit. Incel stendur fyrir involuntary celibate, eða einhver sem er tilneyddur í skírlífi. Á síðunni kvörtuðu karl­ar yfir skír­lífi sínu og kenna kon­um um. Síðunni var lokað fyr­ir nokkru.

Lög­regl­an í Toronto hef­ur ekki staðfest að tengsl séu á milli fjölda kven­kyns fórn­ar­lamba Minassi­an og virkni hans á Incel-spjallsíðunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert