Alfie Evans lést í nótt

Mál Alfie Evans hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og …
Mál Alfie Evans hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og víða um heim. Alfie lést í nótt, fjórum dögum eftir að slökkt var á öndunarvélinni. AFP

Breski drengurinn Alfie Evans lést á sjúkrahúsi í nótt í kjölfar þess að hann var tekinn úr öndunarvél. Foreldrar hans tilkynntu um þetta í yfirlýsingu. Sú ákvörðun var tekin að lokum af dómstólum eftir langvinna lögfræðideilu.

Fram kemur í yfirlýsingunni, sem birt er á Facebook, að drengurinn hafi látist klukkan 1:30 í nótt að íslenskum tíma. „Barnið okkar fékk vængina sína í nótt [...] Við erum harmi lostin. Takk allir fyrir allan ykkar stuðning.“ 

Foreldrarnir, Kate James og Thomas Evans, höfðu barist fyrir því að geta farið með son sinn, sem var haldinn taugahrörnunarsjúkdómi, til Ítalíu á læknastöð í Róm en töpuðu dómsmáli þess efnis á miðvikudaginn.

Tom Evans, faðir Alfies, ræðir við fjölmiðla.
Tom Evans, faðir Alfies, ræðir við fjölmiðla. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert