Telur að sér verði fyrirgefið

Harvey Weinstein á frumsýningu árið 2013.
Harvey Weinstein á frumsýningu árið 2013. AFP

Kvikmyndaframleiðandinn fyrrverandi Harvey Weinstein telur að Hollywood muni á endanum fyrirgefa sér. Breski fréttamaðurinn Piers Morgan lætur hafa þetta eftir sér í fjölmiðlum en hann átti um klukkustundar langt viðtal við Weinstein í meðferðarstöðinni þar sem hann dvelur í Arizona.

Weinstein er sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn yfir áttatíu konum. Brotin eru margvísleg, m.a. er hann sakaður um nauðganir og kynferðislega áreitni. Brotin framdi hann á margra áratuga tímabili.

Weinstein, sem er 66 ára, sætir nú rannsókn lögreglu vegna þessara mála m.a. í London, New York og Los Angeles. Hann neitar öllum ásökunum.

Piers Morgan segir í samtali við GQ-tímaritið að hann hafi hitt Weinstein í Arizona þar sem hann er í meðferð vegna kynlífsfíknar. „Hann er að berjast,“ sagði Morgan sem sagðist ekki vera jafn undrandi á uppljóstrununum og margir aðrir. „Sjáðu til, svona hefur þetta kerfisbundið verið frá því að Hollywood varð til.“

Hann sagði það barnalegt að halda að Weinstein sé eini skúrkurinn í Hollywood. „Sjáið Mel Gibson. Að lokum heldur Harvey að sér verði fyrirgefið.“

Frétt Sky um málið.

Fréttamaðurinn Piers Morgan.
Fréttamaðurinn Piers Morgan. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert