Fréttamaður BBC lést í árás

Hermenn á gangi í Afganistan.
Hermenn á gangi í Afganistan. AFP

Fréttamaður frá BBC lést í árás sem var gerð í austurhluta Afganistans, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að tvær sjálfsvígssprengjuárásir voru gerðar í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun.

Þar með hafa tíu blaðamenn verið drepnir í Afganistan í dag, sem er mesti fjöldinn á einum degi síðan stjórn talibana féll í landinu árið 2001.

„Með mikilli sorg í hjarta staðfestir BBC að Ahmad Shah, fréttamaður BBC í Afganistan, lést eftir árás fyrr í dag,“ sagði Jamie Angus, yfirmaður BBC World Service, í yfirlýsingu.

Ahmaad Shah, sem var 29 ára, hafði starfað í rúmt ár fyrir BBC í Afganistan.

Árásin var gerð í héraðinu Khost, í austurhluta Afganistans, við pakistönsku landsmærin.

Að minnsta kosti 25 manns féllu í árásinni sem varð gerð Kabúl í morgun, þar af níu blaðamenn. Einn þeirra var Shah Marai, ljósmyndari AFP-fréttastofunnar, sem starfaði í Afganistan. 

Ljósmyndarinn Shah Marai, sem lést í morgun, situr við skrifborð …
Ljósmyndarinn Shah Marai, sem lést í morgun, situr við skrifborð sitt í Kabúl. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert