Hjálparstarfsmönnum sleppt úr haldi

Konur með börn vannærð börn sín í Suður-Súdan.
Konur með börn vannærð börn sín í Suður-Súdan. AFP

Tíu hjálparstarfsmönnum, sem var rænt í Suður-Súdan í síðustu viku, hefur verið sleppt úr haldi. Þetta staðfestir alþjóðanefnd Rauða krossins.

„Við erum glöð yfir að þessir tíu hjálparstarfsmenn geti nú snúið aftur til fjölskyldna sinna,“ segir Francois Stamm, yfirmaður Rauða krossins í Suður-Súdan. Alþjóðanefnd Rauða krossins kemur oft að því að semja um lausn gísla í málum sem þessum. 

Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna í Suður-Súdan greindu frá því í síðustu viku að sendinefnd hjálparstarfsmanna hefði horfið sporlaust í suðvesturhluta landsins í nágrenni bæjarins Yei. Kom fram í máli þeirra að þetta hefði verið í annað sinn á einum mánuði sem vopnaðar sveiti ræni hjálparstarfsmönnum.

Borgarastríð hefur staðið yfir í Suður-Súdan í fjögur ár og oftsinnis á þeim tíma hefur hjálparstarfsmönnum verið rænt. Í heild er talið að um 100 þeirra hafi verið drepnir frá því að átökin brutust út í desember árið 2013.

Tugþúsundir hafa fallið í stríðinu og milljónir almennra borgara hafa neyðst til að leggja á flótta. Þá vofir hungursneyð yfir milljónum íbúa.

Hjálparstarfsmennirnir sem nú hafa verið leystir úr haldi eru allir frá Suður-Súdan og starfa hjá ýmsum stofnunum Sameinuðu þjóðanna eða hjá mannúðarsamtökum.

mbl.is
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...