Búa sig undir fæðingu barna sem verða yfirgefin

Búast má við því að börnum í flóttamannabúðunum komi til …
Búast má við því að börnum í flóttamannabúðunum komi til með að fjölga töluvert í maí. AFP

Hjálparsamtök í flóttamannabúðum rohingja í Bangladess búa sig undir að á næstunni komi í heiminn fjöldi barna sem komi til með að verða yfirgefin af mæðrum sínum eftir fæðingu. Börn sem komu undir þegar mæðrum þeirra var nauðgað af hermönnum. En núna í maí verða komnir níu mánuðir síðan hundruð þúsund rohingjar flúðu ofsóknir í heimalandi sínu, Búrma, yfir landamærin til Bangladess. Stór hópur þessa fólks voru konur og börn sem nauðgað hafði verið af hermönnum stjórnarhersins.

Læknar án landamæra sem reka sjúkrahús í flóttamannabúðunum skammt frá Cox's Bazar, við landamærin, búa sig undir að hjálpa þessum mæðrum og veita þeim ráðgjöf. Reyna að gera þeim kleift að annast börnin sín.

„Þeim finnst eflaust mörgum eins og þær geti ekki látið sér annt um þessi börn eða séu ekki færar um að sinna þeim,“ segir Melissa How sem starfar með hópi lækna á svæðinu í samtali við The Guardian. „Margar þeirra eru mjög ungar, jafnvel undir 18 ára. Þær upplifa skömm og óttast að vera stimplaðar af samfélaginu, sem eykur álagið á þær.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert