Rýmingaráætlun enn í gildi

Frá eldgosinu á Hawaii.
Frá eldgosinu á Hawaii. AFP

Rýmingaráætlun er enn í fullu gildi á hluta Hawaii eftir að eldfjallið Kilauea tók að kjósa með tilheyrandi hrauni og gjósku, auk þess sem hættulegar gastegundir hafa farið út í andrúmsloftið.

Um 1.700 manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og hafa athvörf verið opnuð fyrir fólkið.

Eldgosið hófst klukkan 16.45 í gær að staðartíma, eða klukkan 2.45 í nótt að okkar tíma.

„Þetta hljómar eins og þotuhreyfill. Þetta er í fullum gangi,“ sagði Ikaika Marzo, íbúi á Hawaii, í samtali við Honolulu Star-Advertiser, að því er BBC greinir frá.

Eldfjallið Kilauea er á eyjunni Hawaii sem er sú stærsta í Hawaii-ríki.

„Hvít, heit gufa og bláleitur mökkur steig upp í loftið úr sprungu í austurhluta eyjarinnar,“ sagði bandaríska jarðfræðistofnunin.

Kilauea er eitt virkasta eldfjall heims sem hefur gosið með jöfnu millibili frá árinu 1983. Það er eitt fimm eldfjalla á eyjunni Hawaii.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert