Gert að afhenda gögn um bandaríska kjósendur

Cambridge Analytica, sem lýsti sig gjaldþrota fyrr í vikunni, fær …
Cambridge Analytica, sem lýsti sig gjaldþrota fyrr í vikunni, fær 30 daga frest til að afhenda gögnin. AFP

Bresk eftirlitsnefnd um upplýsingamál (ICO) hefur skipað fyrirtækinu Cambridge Analytica, sem notaði persónuupplýsingar milljóna Facebook-notenda til að aðstoða Donald Trump við að sigra bandarísku forsetakosningarnar, að afhenda gögn sín um bandaríska kjósendur.

 verða við skipuninni. Auk persónuupplýsinganna þá á eiga forsvarsmenn fyrirtækisins einnig að greina frá því hvar þeir hafi fengið gögnin og hvað hafi verið gert við þau. Verði forsvarsmenn fyrirtækisins ekki við þessari beiðni eiga þeir yfir höfði sér ákæru.

Breska dagblaðið Guardian segir ICO hafa afhent forsvarsmönnum Cambridge Analytica stefnu þessa efnis á föstudag, en beiðnin þykir vera ákveðin þáttaskil og opna á möguleikann fyrir allt að 240 milljónir bandarískra kjósenda um að krefja fyrirtækið um að fá sendar aftur þær upplýsingar sem það býr yfir um hvern einstakling.

Vinnsla gagnanna í Bretlandi opnaði á leið

Ekki var hægt að höfða málið fyrir bandarískum dómstólum, en bresk lög um gagavernd gera það kleift og er um eins konar prófmál að ræða.

Það var David Carroll, prófessor við Parsons School of Design í New York sem bað ICO um að taka upp málið. Sem bandarískur ríkisborgari átti hann ekki möguleika á að fá upplýsingarnar afhentar samkvæmt bandarískum lögum. Þegar hann komst hins vegar að því að Cambridge Analytica hefði unnið úr upplýsingunum um bandaríska kjósendur í Bretlandi opnaðist hins vegar önnur leið.

Cambridge Analytica hafði áður synjað honum um upplýsingarnar og svarað fyrri beiðni ICO því til að Carroll hefði ekki meiri rétt á upplýsingunum en „ef hann væri Talibani sem sæti í helli í yrsta horni Afganistan“.

ICO samþykkti ekki þau svör og hefur nú skipað SCL Election, sem sá um geymslu gagna fyrir Cambridge Analytica, að það verði að afhenda gögnin innan 30 daga eða áfrýja málinu.

Carroll segir úrskurðinn vera þáttaskil fyrir sig og milljónir annarra Facebook notenda sem Cambridge Analytica notaði persónuupplýsingar frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert