Macron mótmælt í París

Þúsundir manna mótmæltu á götum Parísar í dag.
Þúsundir manna mótmæltu á götum Parísar í dag. AFP

Þúsundir tóku þátt í mótmælum á götum Parísar í dag, en markmiðið var að koma á framfæri óánægju við áform Emmanuels Macrons, forseta Frakklands, um breytingar á opinberum rekstri. Mótmælendur líktu Macron meðal annars við Drakúla, Napóleon og Margreti Thatcher.

Um 2.000 lögreglumenn voru kallaðir út til öryggis þar sem talin var hætta á því að þessi friðsamlegu mótmæli gætu endað eins og kröfugangan 1. maí, en þá kom til átaka vegna hóps grímuklæddra einstaklinga sem einkenna sig við stjórnleysisstefnu.

Mótmælagangan hófst á torgi óperunnar og bar viðburðurinn heitið „Veisla fyrir Macron.“ Átti heit göngunnar að vísa til þess að eitt ár er frá því að forsetinn tók til valda.

Lögreglan í París sagði að þátttakendur væru um 40 þúsund en skipuleggjendur hafa haldið því fram að fjöldinn hafi verið nær 160 þúsund. Smærri mótmælagöngur áttu sér stað einnig í borgunum Toulouse og Bordeaux.

Andstæðingar áformum Macrons um breytingar innan hins opinbera hafa mikið …
Andstæðingar áformum Macrons um breytingar innan hins opinbera hafa mikið vísað til ferils forsetans úr fjármálagerianum. AFP
AFP
Emmanuel Macron franstilltur sem Lúðvík 16. sem steypt var af …
Emmanuel Macron franstilltur sem Lúðvík 16. sem steypt var af stóli í frönsku byltingunni. AFP
Jean-Luc Melenchon, leiðtogi vinstriflokksins hélt ræðu.
Jean-Luc Melenchon, leiðtogi vinstriflokksins hélt ræðu. AFP
Mikill fjöldu fulltrúa verkalýðsfélaga tóku þátt.
Mikill fjöldu fulltrúa verkalýðsfélaga tóku þátt. AFP






mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert