Macron mótmælt í París

Þúsundir manna mótmæltu á götum Parísar í dag.
Þúsundir manna mótmæltu á götum Parísar í dag. AFP

Þúsundir tóku þátt í mótmælum á götum Parísar í dag, en markmiðið var að koma á framfæri óánægju við áform Emmanuels Macrons, forseta Frakklands, um breytingar á opinberum rekstri. Mótmælendur líktu Macron meðal annars við Drakúla, Napóleon og Margreti Thatcher.

Um 2.000 lögreglumenn voru kallaðir út til öryggis þar sem talin var hætta á því að þessi friðsamlegu mótmæli gætu endað eins og kröfugangan 1. maí, en þá kom til átaka vegna hóps grímuklæddra einstaklinga sem einkenna sig við stjórnleysisstefnu.

Mótmælagangan hófst á torgi óperunnar og bar viðburðurinn heitið „Veisla fyrir Macron.“ Átti heit göngunnar að vísa til þess að eitt ár er frá því að forsetinn tók til valda.

Lögreglan í París sagði að þátttakendur væru um 40 þúsund en skipuleggjendur hafa haldið því fram að fjöldinn hafi verið nær 160 þúsund. Smærri mótmælagöngur áttu sér stað einnig í borgunum Toulouse og Bordeaux.

Andstæðingar áformum Macrons um breytingar innan hins opinbera hafa mikið ...
Andstæðingar áformum Macrons um breytingar innan hins opinbera hafa mikið vísað til ferils forsetans úr fjármálagerianum. AFP
AFP
Emmanuel Macron franstilltur sem Lúðvík 16. sem steypt var af ...
Emmanuel Macron franstilltur sem Lúðvík 16. sem steypt var af stóli í frönsku byltingunni. AFP
Jean-Luc Melenchon, leiðtogi vinstriflokksins hélt ræðu.
Jean-Luc Melenchon, leiðtogi vinstriflokksins hélt ræðu. AFP
Mikill fjöldu fulltrúa verkalýðsfélaga tóku þátt.
Mikill fjöldu fulltrúa verkalýðsfélaga tóku þátt. AFP


mbl.is

Bloggað um fréttina

HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Rafstöðvar Bændur-verktakar-ferðaþjónusta
Eigum á lager, Deutz vatnskældar 50 kw 1500 snún gæðastöðvar á grind m/olíutan...
Egat Luxe - Ferðanuddstóll á 39.000 Tilvalið í vinnustaðanudd, Borgar stólinn upp á 1 degi
Egat Luxe - Ferðanuddstóll til söluwww.egat.is simi 8626194 egat@egat.is (sv...
 
Þjónustufulltrúi í innheimtu
Skrifstofustörf
Eignaumsjón er leiðandi fyrirtæki í þjón...
Kennarar
Afgreiðsla/verslun
Okkur vantar kennara í Borgarhólsskó...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel m...
Starfsmaður í vöruhús veltis að hádegi
Önnur störf
STARFSMAÐUR Í VÖRUHÚS VELTIS AÐ HÁDEG...