Svíþjóðardemókratar bæta enn fylgi sitt

Sænska þinghúsið, Riksdagen. Kosið er til þings í haust og …
Sænska þinghúsið, Riksdagen. Kosið er til þings í haust og er gert ráð fyrir að innflytjendamál verði umfangsmikið deiluefni. Wikipedia/Holger.Ellgaard

Mjótt er á munum milli fylkinga á sænska þinginu samkvæmt nýjustu könnun. Vinstrifylkingin með flokk jafnaðarmanna í fararbroddi mælist með 38,4% og bandalag hægrimanna með 39,1% samkvæmt Expressen. Þingkosningar í Svíþjóð verða 19. september.

Svíþjóðardemókratarnir sem eru utan fylkinga mælast með 19,4% sem gerir fylgisaukninguna 0,6% frá síðasta mánuði. Flokkurinn með 15,4% í febrúar síðastliðinn og er talið að fylgið gæti farið hækkandi fram að kosningum. Þessi aukning er þrátt fyrir að ýmsir trúnaðarmenn og kjörnir fulltrúar flokksins hafa yfirgefið hann að undanförnu og gegnið til liðs við nýtt framboð.

Þá lagði ríkisstjórn Svíþjóðar fram 14 punkta áætlun til þess að herða innflytjendastefnu landsins, en ríkisstjórnin samanstendur af vinstrifylkingunni undir stjórn Stefan Löfven, forsætisráðherra og formanns Jafnaðarmannaflokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert