Medvedev áfram forsætisráðherra

Dmitry Medvedev. Í bakgrunni er Vladimir Pútín.
Dmitry Medvedev. Í bakgrunni er Vladimir Pútín. AFP

Dmitry Medvedev mun halda áfram sem forsætisráðherra Rússlands eftir atkvæðagreiðslu þess efnis á þinginu.

„Ég er tilbúinn til að gera allt sem í mínu valdi stendur fyrir framþróun landsins okkar,“ sagði Medvedev áður en atkvæðagreiðslan fór fram.

Alls naut hann stuðnings 347 þingmanna í atkvæðagreiðslunni en 56 voru andvígir kjöri hans.

Medvedev mun því áfram starfa við hlið Vladimir Pútín, sem sór embættiseið sem forseti Rússlands í gær.

Medvedev var forseti Rússlands á árunum 2008 til 2012. Eftir það hafði hann sætaskipti við Pútín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert