Fá kókaín sent fyrr en pizzu

AFP

Fljótlegra er fyrir íbúa Skotlands og Englands að fá kókaín sent heim til sín en pizzu samkvæmt niðurstöðum stórrar rannsóknar á fíkniefnaneyslu í Bretlandi.

Fram kemur í frétt Daily Telegraph að rúmlega þriðjungur um þúsund fíkniefnaneytenda sem rætt var við í rannsókninni geti fengið kókaín sent heim að dyrum á innan við hálftíma. Þetta er sama hlutfall og á heimsvísu samkvæmt rannsókninni 2018 Global Drug Survey.

Hins vegar sögðust 12% aðspurðra íbúa Englands og 20% Skotlands að þeir gætu fengið pizzu senda heim innan sama tíma. Fram kemur í niðurstöðum rannsóknarinnar að fíkniefnasalar ættu ekki aðeins í samkeppni þegar kæmi að gæðum fíkniefna heldur einnig því hversu hratt þeir gætu útvegað þau.

Ennfremur segir að með vaxandi notkun eftirlitsmyndavéla hafi fíkniefnasala færst frá sölu á götum úti. Þess í stað færist í vöxt að fólk panti fíkniefni á lokuðum hópum á samfélagsmiðlum og fái þau send heim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Einn sá öflugasti
JAKINN Einn sá öflugasti og verklegasti Ford 7,3 Power Stroke, Skráður frá framl...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Infrarauður Saunaklefi -Tilboð 299.000 ef greitt er inn á 30.000 í okt ( kemur eftir cirka 4 vikur ) annars 329.000
Er á leiðinni færð á Tilboði 299.000 ef greitt er inn á 30.000 í sept( kemur eft...
Skrifstofuhúsnæði til leigu
Tvær 12 fm. skrifstofur til leigu í nágrenni við Hlemm. Geta leigst saman. Aðgan...