Grýtt til dauða fyrir að eiga 11 eiginmenn

Umráðasvæði liðsmanna al-Shabab í Sómalíu nær yfir stórt landsvæði og ...
Umráðasvæði liðsmanna al-Shabab í Sómalíu nær yfir stórt landsvæði og vilja samtökin að Sómal­ar fylgi strangri túlk­un á sja­ría-lög­un­um. AFP

Dómstóll sem heyrir undir íslömsku hryðjuverkasamtökin al-Shabab komst að þeirri niðurstöðu að grýta ætti sómalíska konu til dauða sökum fjölveris. 

Shukri Abdullahi Warsame var fundin sek um að hafa gifst ellefu sinnum, án þess að skilja við fyrrverandi eiginmenn sína. 

Í frétt BBC er greint frá því að Shukri hafi verið grafin ofan í sand svo að einungis höfuð hennar stóð upp úr. Því næst hófu hermenn á vegum al-Shabab að grýta steinum í hana, að sögn íbúa í bænum Sablale í suðurhluta Sómalíu. 

Umráðasvæði liðsmanna al-Shabab í Sómalíu nær yfir stórt landsvæði og vilja samtökin að  Sómal­ar fylgi strangri túlk­un á sja­ría-lög­un­um. 

Samkvæmt lögunum má kona ekki eiga fleiri en einn eiginmann en karlmenn mega eiga fleiri en eina eiginkonu. Skilnaður er heimilaður báðum kynjum en á meðan karlar geta skilið við eiginkonur sína að vild þurfa konur að fá samþykki eiginmanna sinni fyrir skilnaði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

RAFVIRKI
ALHLIÐA RAFLAGNIR EKKERT VERKEFNI ER OF SMÁTT Haukur Emilsson Simi 853 1199...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
byggingu og endurnýjun verk
Ég mun gera allar minniháttar byggingar og endurbætur. Skrifaðu tölvupóstfang r....
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...