Tvær eldflaugar skotnar niður

Maður á gangi í Riyadh í mars eftir að sprengjubrot ...
Maður á gangi í Riyadh í mars eftir að sprengjubrot úr eldlfaug frá Jemen lenti á heimili hans. AFP

Her Sádi-Arabíu skaut niður tvær eldflaugar yfir höfuðborginni Riyadh í morgun.

Ríkisjónvarpið Al-Ekhbariya greindi frá þessu.

Tvær sprengingar heyrðust í í borginni, að sögn ljósmyndara AFP-fréttastofunnar.

Talsmaður ríkisstjórnar Sádi-Arabíu sagði að herinn hafi einnig, nokkrum klukkustundum fyrr, skotið niður eldflaug frá Jemen sem beint var að borginni Jizan í suðurhluta Sádi-Arabíu.

Stjórnvöld í Riyadh hafa lengi sakað Írani um að selja uppreisnarmönnum húta í Jemen eldflaugar.

Eldflaugaárásum húta á Sádi-Arabíu hefur fjölgað upp á síðkastið.

mbl.is
Eyjasól sumarhús, lausar helgar..
Dagar í hlýjum og góðum sumarh. Rúm fyrir 5-6. Leiksvæði. Stutt að Geysi, Gullfo...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRING/VORÖNN: ...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...