Árás í París

AFP

Lögreglan í París skaut fyrir skömmu mann sem hafði ráðist á fólk vopnaður hnífi. Honum tókst að drepa einn áður en lögreglan skaut árásarmanninn til bana.

Atvikið átti sér skammt frá Óperunni (í öðru hverfi) í miðborg Parísar. Að sögn vitna myndaðist mikil skelfing meðal nærstaddra og reyndi fólk að forða sér á hlaupum inn á nærliggjandi veitingahús og kaffihús.  

Samkvæmt frétt Guardian særðust fjórir í árásinni en allar fregnir eru fremur óljósar af atvikinu.

Lögreglan í París segir á Twitter að af þeim fimm sem urðu fyrir árásinni hafi einn látist, tveir eru alvarlega særðir og tveir minna særðir. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögreglu. Alls hafa 245 hið minnsta látist í árásum í Frakklandi á síðustu þremur árum. 

Le Parisien segir að árásin hafi verið gerð á rue Saint-Augustin en þar eru fjölmargir veitingastaðir til húsa. Árásin var gerð skömmu eftir klukkan 21 að staðartíma, upp úr klukkan 19 að íslenskum tíma. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert