Stefnt á niðurrif kjarnorkutilraunasvæðis

Yfirvöld í Norður-Kóreu hyggjast hætta öllum tilraunum með kjarnorkuvopn.
Yfirvöld í Norður-Kóreu hyggjast hætta öllum tilraunum með kjarnorkuvopn. AFP

Yfirvöld í Norður-Kóreu muna efna til hátíðahalda dagana 23. til 25. maí. Tilefnið er að jafna við jörðu kjarnorkutilraunsvæði landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkisfréttastofunni KCNA í dag sem vísar í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu í Pyongyang. Fulltrúar erlendra fjölmiðla hafa fengið boð um að vera viðstaddir athöfnina.

Mike Pom­peo, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, sagði í gær að ef Norður-Kórea myndi fall­ast á að láta kjarn­orku­vopna­búr sitt af hendi myndu banda­rísk stjórn­völd aðstoða þá við að koma efna­hag lands­ins á rétt­an kjöl.

Sprengiefni verður notað til að eyða göngum við Punggye-ri tilraunasvæðið þar sem kjarnorkutilraunir hafa verið framkvæmdar. Þá munu allir starfsmenn tilraunasvæðisins láta af störfum, allt frá vísindamönnum til öryggisvarða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert