Riddaraliðið klárt fyrir stóra daginn

Riddaralið lífvarðasveitar hennar hátignar eru í óða önn að undirbúa stóra daginn, konunglegt brúðkaup Harry prins og Meghan Markle, sem fram fer eftir einungis 6 daga. 

Hermenn úr lífvarðasveitinni munu fylgja nýgiftu hjónunum um götur Windsor að athöfninni lokinni. Hermennirnir taka hlutverkinu alvarlega og fyrir nokkra er það afar persónulegt, þar sem Harry er fyrrverandi samstarfsmaður þeirra úr breska hernum. 

„Brúðkaup eru dásamleg fyrirbæri en þetta er stærra í sniðum en venjan er. Hestvagnar, kastalar og lúðrasveit. Ég er mjög spenntur ,“ segir Frankie O´Leary, sem gegndi herskyldu í Afganistan á sama tíma og Harry. 

Í meðfylgjandi myndskeiði má heyra lúðraþyt og sjá skínandi hreina hjálma og splunkunýjar skeifur, því ekki geta hestar hennar hátignar tölt um Windsor á gömlum skóbúnaði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert