Endurnefna fótboltalið eftir Trump

Ljósmynd/Beitar Jerusalem

Eitt frægasta fótboltalið Ísraels hefur verið endurnefnt í höfuðið á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Liðið, sem áður hér Beitar Jerusalem, heitir nú Beitar „Trump“ Jerusalem.

CNN greinir frá.

Ákvörðunin um að breyta nafni liðsins var tekin í tilefni þess að í dag verður bandaríska sendiráðið í landinu flutt frá Tel Aviv til Jerúsalem í kjölfar ákvörðunar Trumps um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael.

Í yfirlýsingu frá fótboltaliðinu sem birtist á Twitter á sunnudag, sagði Beitar Jerusalem að það vildi votta Trump virðingu sína fyrir þessa djörfu ákvörðun. „Í 70 ár hefur Jerúsalem beðið eftir alþjóðlegri viðurkenningu þar til Donald Trump forseti viðurkenndi Jerúsalem sem eilífa höfuðborg Ísrael. Trump forseti hefur sýnt hugrekki og kærleika í garð ísraelsku þjóðarinnar og höfuðborgar hennar.“

Beitar hefur sigrað ísraelsku deildina sex sinnum, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem fótboltaliðið er umdeilt. Stuðningsmenn þess eru þekktir fyrir að syngja slagorð gegn aröbum og múslimum á leikjum. Liðið hefur aldrei skrifað undir samning við arabískan leikmann, og stuðningsmenn þess kveiktu í höfuðstöðvum liðsins þegar tveir múslimar skrifuðu þar undir samning árið 2013.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Bílalyftur frá EAE á lager, pósta og skæralyftur.
Eigum 4 tonna gólffríar bílalyftur á lager. 15 ára reynsla á íslandi Vökvaknún...
Egat Diva - Snyrti-Nuddbekkur,Rafmagns fyrir Snyrti,Fótaaðgerða,spa....
Egat Diva - Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, Vatns og olíuhelt áklæði, svartir o...
Lokrekkja
Þessi fallega lokrekkja er til sölu.Hæð 1.95, breidd 1.20, lengd 2.50 Verð 150.0...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel m...
Sumarstörf n1
Önnur störf
Vilt þú vinna á líflegum vinnustað í s...