Sakar Ísraela um þjóðarmorð

Recep Tayyip Erdogan, forseti Ísraels.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Ísraels. AFP

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sakar ísraelsk stjórnvöld um að hafa framið þjóðarmorð eftir að hersveitir Ísraela drápu að minnsta kosti 55 Palestínumenn á Gaza.

„Ísrael er ríki óttans,“ sagði Edrogan við tyrkneska nemendur í London í ræðu sem var sýnd í ríkissjónvarpinu í Tyrklandi.

„Ísrael hefur framið þjóðarmorð. Ég fordæmi þennan mannlega harmleik og þjóðarmorð, hvaðan sem þetta kemur, frá Ísrael eða Bandaríkjunum,“ bætti hann við.

Bekir Bozdag, aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands, sagði jafnframt við blaðamenn í borginni Ankara að Tyrkland ætli að draga sendiherra sína frá Bandaríkjunum og Ísrael „til að ráðfæra sig við þá“ eftir atburði dagsins á Gaza.

Palestínumenn halda á særðum mótmælenda á Gaza.
Palestínumenn halda á særðum mótmælenda á Gaza. AFP

Sagði Hamas-samtökin bera ábyrgð

Raj Shah, talsmaður Hvíta hússins, sagði á blaðamannafundi fyrr í dag að Hamas-samtökin bæru ábyrgð á dauðsföllunum. „Hamas er vísvitandi að ögra til að fá fram þessi viðbrögð,“ sagði hann. „Ísrael hefur rétt til að verja sig.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
Bilskúr, geymsla Hvalvik 4 Keflavík
26 fm upphitað geymsluhúsnæði í Reykjanesbæ. Verð 40 000 á mánuði með húsgjöldum...
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir h...