Sextán Palestínumenn féllu

Þúsundir íbúa á Gaza mótmæla við landamæragirðingarnar að Ísrael í ...
Þúsundir íbúa á Gaza mótmæla við landamæragirðingarnar að Ísrael í dag. AFP

Sextán Palestínumenn létust á Gaza í dag er skotið var á þá við landamærin að Ísrael að því er heilbrigðisráðuneytið á Gaza upplýsir. Fjöldamótmæli eru við landamærin vegna yfirstandandi flutnings sendiráðs Bandaríkjanna til Jerúsalem í dag. 

Meðal hinna látnu er fjórtán ára gömul manneskja. Mótmælendur höfðu kastað steinum að landamæragirðingunum að Ísrael og ísraelskar leyniskyttur hófu skothríð með þessum afleiðingum. 

Þúsundir taka þátt í mótmælunum á Gaza. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is