Skripal fundaði með evrópskum njósnurum

Sergei Skripal er sagður hafa fundað með evrópskum leyniþjónustustofnunum.
Sergei Skripal er sagður hafa fundað með evrópskum leyniþjónustustofnunum. AFP

Rússneski gagnnjósnarinn Sergei Skripal fundaði með leyniþjónustustofnunum nokkurra Evrópuríkja. Breska dagblaðið Guardian segir það vera mögulega ástæðu þess að eitrað var fyrir Skripal og dóttur hans Yuliu í Bretlandi í byrjun marsmánaðar.

Er Skripal sagður hafa veitt evrópskum leyniþjónustustofnunum samantektir um nokkurra ára skeið og það kunni að vera ástæða þess að rússnesk stjórnvöld hafi látið eitra fyrir honum með taugaeitrinu novichok.

Skripal hélt reglulega fyrirlestra í Bandaríkjunum og Evrópu í háskólum og hernaðarakademíum sl. áratug.

Heimildamenn Guardian innan breska stjórnkerfisins segja þær upplýsingar sem Skripal lét uppi í þeim fyrirlestrum ekki útskýra árásina, né heldur réttlæti það notkun taugagassins. Þó að Skripal hafi ekki starfað sem njósnari frá 2004 er hann var handtekinn í Rússlandi, var hann engu að síður talinn dýrmætur heimildamaður vegna þekkingar sinnar á starfsemi rússnesku leyniþjónustunnar.

Fundurinn með Skripal „gagnlegur“

Tékkneska tímaritið Respekt segir Skripal hafa komið til Prag 2012 og að hann hafi þá fundað með tékknesku leyniþjónustunni. Þar á hann að hafa upplýst leyniþjónustumenn um þær aðferðir sem rússneska leyniþjónustan beitti, m.a. í njósnastarfsemi, sinni og var fundinum lýst sem „gagnlegum“. Eru tékkneskir leyniþjónustumenn sagðir hafa fundað með Skripal a.m.k. einu sinni í Bretlandi eftir þetta.

Eru fullyrðingarnar sagðar varpa nýju ljósi á mögulegar ástæður þess að rússnesk stjórnvöld hafi látið eitra fyrir Skripal, en stjórnvöld þar í landi hafa harðneitað öllum slíkum ásökunum. Hafa þau m.a. bent, máli sínu til stuðnings, á að Skripal hafi verið náðaður og skipt á honum og öðrum föngum árið 2010.

New York Times segir Skripal hafa veitt fleiri evrópskum leyniþjónustustofnunum upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna eftir að hann flutti til Bretlands. 2016 er hann sagður hafa farið til Eistlands og á að hafa fundað með leyniþjónustumönnum þar.

Heimildamenn í tékknesku leyniþjónustunni segja ólíklegt að ástæða tilræðisins á hendur Skripal-feðginunum séu fundir sínir með gagnnjósnaranum.

Hvenær fær maður að funda með KGB-manni?

„Það er ljóst að hann átti í samstarfi við bresku leyniþjónustuna áður og að þeir áttu upplýsingar hans, þannig að það er þá ástæðan [fyrir því að ráðist var á hann],“ sagði heimildamaður í tékknesku leyniþjónustunni við Guardian.

„Samband MI6 og tékknesku leyniþjónustunnar eru svo gott að það er eðlilegt að Bretar hafi verið til í að leigja hann út til tékknesku leyniþjónustunnar. Þetta hefðu verið gagnlegir og áhugaverðir fundir fyrir Tékka, það er ekki spurning um það. Hvenær fær maður færi á að funda með KGB- eða GRU- [rússenska leyniþjónustan] fulltrúa? Næstum aldrei.“

Ondrej Kundra, sérfræðingur Respekt í öryggismálum, segir Skripal líklega hafa deilt ákveðnum upplýsingum um aðgerðir Rússa í Tékklandi sem hann hefði haft vitneskju um í sínu fyrra starfi hjá leyniþjónustunni.

Tékkar hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum af þeim mikla fjölda rússneskra erindreka sem eru í landinu og eru sumir þeirra taldir vera njósnarar. „Hann þekkti nöfn sumra njósnara sem störfuðu í Evrópu. Það hefði engu breytt að hann vann þar ekki lengur sjálfur og hafði hætt mörgum árum fyrr,“ sagði Kundra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Tunika - Peysa
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Tunika - Peysa St.14-28 kr. 4.990 St. S...