Trump heitir því að finna uppljóstrara

Donald Trump á lóð Hvíta hússins.
Donald Trump á lóð Hvíta hússins. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heitið því að losa sig við þá einstaklinga sem leka upplýsingum úr Hvíta húsinu og segir þá vera „svikara og hugleysingja“ í tísti sínu á Twitter.

„Þessir svokölluðu lekar sem hafa komið úr Hvíta húsinu eru svakalega ýktir og settir í loftið af falsfréttamiðlum til að reyna að láta okkur líta eins illa út og mögulegt er,“ skrifaði Trump.

„Að því sögðu þá eru uppljóstrarar svikarar og gungur og við munum komast að því hverjir þeir eru!“

Fjölmiðlar hafa undanfarna daga greint frá því að aðstoðarmaður í Hvíta húsinu hafi sagt að andstaða öldungadeildarþingmannsins Johns McCain við forsetaframbjóðanda skipti engu máli vegna þess að McCain sé „hvort sem er að deyja“.

McCain, sem er 81 árs og var pyndaður sem stríðsfangi í Víetnamstríðinu, glímir við krabbamein í heila.

Þó nokkrir embættismenn hafa greint frá því opinberlega að Kelly Sadler, aðstoðarmaður í fjölmiðladeild Hvíta hússins, hafði sagt þetta á starfsmannafundi.

Hvíta húsið hefur sagt að tekist hafi verið á við málið innanhúss.

John McCain.
John McCain. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Einn sá öflugasti
JAKINN Einn sá öflugasti og verklegasti Ford 7,3 Power Stroke, Skráður frá framl...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Infrarauður Saunaklefi -Tilboð 299.000 ef greitt er inn á 30.000 í okt ( kemur eftir cirka 4 vikur ) annars 329.000
Er á leiðinni færð á Tilboði 299.000 ef greitt er inn á 30.000 í sept( kemur eft...
Skrifstofuhúsnæði til leigu
Tvær 12 fm. skrifstofur til leigu í nágrenni við Hlemm. Geta leigst saman. Aðgan...