N-Kórea efast um fund með Trump

Donald Trump og Kim Jong-un á samsettri mynd.
Donald Trump og Kim Jong-un á samsettri mynd. AFP

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa lýst yfir efasemdum um fyrirhugaðan fund Kims Jong-un, leiðtoga landsins, og Donalds Trump Bandaríkjaforseta.

Norðurkóresk stjórnvöld hafa aflýst fyrirhuguðum viðræðum við Suður-Kóreu sem áttu að fara fram á morgun. Ástæðan fyrir því eru sameiginlegar heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreu.

„Það eru takmörk fyrir þeim góðvilja sem við getum sýnt og þeim tækifærum sem við getum gefið,“ sagði norðurkóreska ríkisfréttastofan KCNA.

Þar kom fram að heræfingarnar væru haldnar vegna mögulegrar innrásar og um leið fælist í þeim ögrun, einmitt þegar staðan á Kóreuskaganum hafi verið tekin að skána.

Einnig sagði að Bandaríkin verði fyrir að hugsa sig vandlega um hvort þau vilji virkilega taka þátt í leiðtogafundinum.

Bandarísk stjórnvöld segja fundinn, sem á að halda í Singapore 12. júní, ekki í uppnámi. Engin skilaboð hafi borist þeim um breytta afstöðu Norður-Kóreu vegna hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert