Tom Wolfe látinn

Tom Wolfe árið 2012.
Tom Wolfe árið 2012. AFP

Bandaríski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Tom Wolfe, sem er þekktastur fyrir verkin The Right Stuff og The Bonfire of the Vanities, er látinn, 88 ára gamall.

Umboðsmaður hans, Lynn Nesbit, greindi fjölmiðlum frá tíðindunum en Wolfe lést á sjúkrahúsi á Manhattan þar sem hann var lagður inn vegna sýkingar.

Wolfe hóf feril sinn sem blaðamaður. Fyrsta bókin hans var samansafn af greinum sem hann skrifaði um tíðaranda sjöunda áratugarins og var gefin út árið 1965.

Bókin sló í gegn og setti Wolfe á stall með höfundum úr hinni svokölluðu nýju blaðamannahreyfingu á borð við Hunter S. Thompson, Norman Mailer og Truman Capote.

Bókin The Right Stuff kom út 1979. Hún var byggð á sönnum atburðum og fjallaði um bandaríska geimfara. Gerð var Hollywood-kvikmynd úr henni með Sam Shepard í aðalhlutverki.

Um miðjan áttunda áratuginn kom svo út skáldsagan The Bonfire of the Vanities, sem einnig varð að kvikmynd.mbl.is
Rotþrær - heitir pottar og jarðvegsílát
Rotþrær, heitir pottar og jarðgerðarílát Rotþrær - heildarlausnir með leiðbeinin...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Bókhald
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...