Bann við notkun skordýraeiturs stendur

Býfluga safnar frjókornum úr blómi.
Býfluga safnar frjókornum úr blómi. AFP

Dómstóll á vegum Evrópusambandsins hefur staðfest heimild til banns við þremur tegundum skordýraeiturs sem talið er valda dauða býflugna. Framleiðendur efnanna, Bayer og Syngenta, fóru í mál vegna bannsins sem ESB setti upphaflega á að hluta á árið 2013 en herti svo fyrir skömmu.

Bannið var sett á í kjölfar þess að matvælastofnun Evrópusambandsins gaf út skýrslu þar sem bent var á þessa skaðsemi skordýraeitursins. 

Í niðurstöðu dómstólsins segir að bannið sé staðfest vegna þeirrar hættu sem býflugum stafar af því.

Býflugur sjá um að frjóvga um 90% allra helstu nytjaplantna en síðustu ár hefur orðið mikið affall í stofni þeirra og þær drepist í unnvörpum. Er skordýraeitri m.a. kennt um.

Eitt eiturefnið sem hefur verið bannað heitir neonicotinoid. Það hefur, eins og hin efnin tvö, áhrif á taugakerfi skordýra, og getur valdið því að býflugurnar verða áttavilltar og finni ekki leið sína til baka að búi sínu. Þá veldur það einnig því að ónæmiskerfi þeirra hrynur svo þær eru berskjaldaðar fyrir sjúkdómum.

Í síðasta mánuði samþykktu aðildarríki Evrópusambandsins að banna notkun efnanna þriggja á ökrum með öllu. Þau má enn nota inni í gróðurhúsum.

mbl.is
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
4ra herbergja íbúð til leigu á Dunhaga
4ra herbergja íbúð til leigu á Dunhaga 17 við Háskólabíó. Upplýsingar í síma 892...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...