Eldgosið sendir stórgrýti langar leiðir

Mikill öskustrókur hefur risið frá eldfjallinu á Hawaii.
Mikill öskustrókur hefur risið frá eldfjallinu á Hawaii. AFP

Eldfjallið Kilauea á Hawaii kastar frá sér grjóti á stærð við heimilistæki og yfirvöld segja að þetta gæti versnað. Eldgos hófst í Kilauea fyrir um tveim vikum og hafa hrauntungur gossins valdið verulegu tjóni. Heimili hafa eyðilagst og margir þurft að flýja rýmingarsvæði.

Fram kemur á vef BBC, að öskustrókurinn úr fjallinu nái yfir þriggja km hæð og hann sést úr alþjóðlegu geimstöðinni. Flugmönnum hefur verið varað við að fljúga í grennd við gossvæðið. Þá hafa jarðskjálftar að stærð 4,4 fundist á stærstu eyjunni.

Gígur eldfjallsins hefur verið að síga sem skapar þrýsting neðar í fjallinu. Þetta veldur jarðskjálftunum og skapar hættu á sprengigosi vegna gufu. Þegar hraun mætir vatni neðanjarðar breytist vatnið í gufu sem þarf meira rými og þrýstingurinn er talinn geta valdið sprengingum.

Grjóthnullungar, allt að 60 sentímetrar að þvermáli, hafa fundist talsverða lagnt frá gígnum og er talið að sprengingar gætu kastað slíkum steinum rúmlega kílómeter.

mbl.is
ÞVOTTAVÉL
TIL SÖLU GÓÐ AEG ÞVOTTAVÉL. NÝ KOL. VERÐ 45Þ.Þ. UPPL. Í 822-4850....
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Fasteignir
Ertu að leita að fasteignasala ? Frítt söluverðmat, vertu í sambandi sími ...
Einstök íbúð fyrir 60 ára og eldri
Nýstandsett 101 fm 3 herbergja íbúð á 1. hæð, að Grandavegi 47 til leigu. Húsvö...