Smygluðu fólki til Þýskalands í flutningabílum

Höfuðstöðvar Europol í Haag í Hollandi.
Höfuðstöðvar Europol í Haag í Hollandi. Europol

Europol hefur í samræmdum aðgerðum með lögregluyfirvöldum í Rúmeníu, Þýskalandi, Serbíu og Bretlandi handtekið þrjá menn sem grunaðir eru um umfangsmikið smygl á fólki til Þýskalands. Leikur grunur á að fólkinu hafi verið smyglað um borð í flutningabílum. Í fréttatilkynningu frá Europol segir að áður hafi fimm verið handteknir í Serbíu í tengslum við sama mál. 

Rannsókn málsins var m.a. flókin sökum þess að hinir grunuðu smyglarar skiptu ört um íverustaði og nöfn. Einn mannanna var handtekinn í kjölfar lífssýnarannsóknar. Sá hélt þá til í Serbíu. Þá handtóku bresk yfirvöld annan mann sem notaði fölsuð skilríki til að fara á milli Bretlands og Frakklands. Talið er að hundruðum manna hafi verið smyglað til Þýskalands í vöruflutningabílum. Þegar hefur verið upplýst að um 400 manns hafi verið smyglað til Þýskalands í 23 vörubílum.

mbl.is
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
4ra herbergja íbúð til leigu á Dunhaga
4ra herbergja íbúð til leigu á Dunhaga 17 við Háskólabíó. Upplýsingar í síma 892...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...