Smygluðu fólki til Þýskalands í flutningabílum

Höfuðstöðvar Europol í Haag í Hollandi.
Höfuðstöðvar Europol í Haag í Hollandi. Europol

Europol hefur í samræmdum aðgerðum með lögregluyfirvöldum í Rúmeníu, Þýskalandi, Serbíu og Bretlandi handtekið þrjá menn sem grunaðir eru um umfangsmikið smygl á fólki til Þýskalands. Leikur grunur á að fólkinu hafi verið smyglað um borð í flutningabílum. Í fréttatilkynningu frá Europol segir að áður hafi fimm verið handteknir í Serbíu í tengslum við sama mál. 

Rannsókn málsins var m.a. flókin sökum þess að hinir grunuðu smyglarar skiptu ört um íverustaði og nöfn. Einn mannanna var handtekinn í kjölfar lífssýnarannsóknar. Sá hélt þá til í Serbíu. Þá handtóku bresk yfirvöld annan mann sem notaði fölsuð skilríki til að fara á milli Bretlands og Frakklands. Talið er að hundruðum manna hafi verið smyglað til Þýskalands í vöruflutningabílum. Þegar hefur verið upplýst að um 400 manns hafi verið smyglað til Þýskalands í 23 vörubílum.

mbl.is
Reiðhjólaviðgerðir
Hjólaspítalinn Auðbrekku 4. Viðgerðir á öllum gerðum hjóla, stuttur biðtími, flj...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
 
Leikskóli seltjarnarnes
Leikskólakennsla
Leikskóli Seltjarnarness Leikskólabör...
Tónlistarkennari
Önnur störf
Það vantar tónlistarkennara norður Tó...
Deildarstjóri fjármálasvið
Sérfræðistörf
DEILDARSTJÓRI Á FJÁRMÁLASVIÐI DRÍF...
Forstöðumaður hornbrekku
Stjórnunarstörf
Laus staða í Fjallabyggð STAÐA HJÚKRU...