Skripal útskrifaður af sjúkrahúsi

Sergei Skripal í réttarsalnum í Moskvu árið 2006.
Sergei Skripal í réttarsalnum í Moskvu árið 2006. AFP

Sergei Skripal, sem eitrað var fyrir í bænum Salisbury á Englandi í byrjun mars, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi.

Skripal var rússneskur njósnari en varð svo gagnnjósnari fyrir Breta og var dæmdur fyrir njósnir í heimalandi sínu í byrjun aldarinnar. Hann flutti svo í kjölfar fangaskipta milli Bandaríkjanna og Rússlands til Bretlands og settist að í enska smábænum.

Skripal og dóttir hans Júlía fundust meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð í Salisbury 4. mars. Þau voru flutt á gjörgæslu og var Júlía útskrifuð í byrjun apríl. Rannsókn leiddi í ljós að eitri, sem vitað er að var þróað og framleitt í Rússlandi, hafði verið beitt gegn þeim. 

Skripal er 66 ára. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert