Milljónir tístu um konunglega brúðkaupið

Færri tístu um brúðkaup Vilhjálms og Kate, til vinstri, en …
Færri tístu um brúðkaup Vilhjálms og Kate, til vinstri, en um brúðkaup Harrys og Meghan, til hægri. AFP

Um sex milljónir manna hafa tjáð sig um brúðkaup Harrys Bretaprins og banda­rísku leik­kon­unar Meg­h­an Markle á Twitter. Þetta kemur fram í úttekt frönsku upplýsingaveitunnar um samfélagsmiðla, Visibrain.

Milli klukkan 22 í gærkvöldi og klukkan 18 í dag, íslenskum tíma, höfðu 5.958.379 tíst verið sett á Twitter á heimsvísu um brúðkaupið, þar af voru 4,5 milljónir tísta með myllumerkið #RoyalWedding.

Þetta eru heldur fleiri tíst en þegar bróðir hans Vilhjálmur gekk að eiga Kate Middleton í apríl 2011. Þá var „eingöngu“ tíst 1.774.435 sinnum um brúðkaupið, en Twitter hafði þá aðeins verið til síðan 2006 og var notkun miðilsins ekki jafn útbreidd og nú. Þó má nefna að Harry hefur mælst vinsælli en Vilhjálmur í könnunum.

Þá hefur hið konunglega brúðkaup einnig vakið athygli á samfélagsmiðlum hérlendis. Ýmislegt bar á góma í tístunum, hvort sem um var að ræða geggjaða hatta, hvort bein útsending yrði frá brúðkaupsnóttinni og hvort Harry fengi dvalarleyfi í Bandaríkjunum.






mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert