Fyrstu alvarlegu meiðslin

Frá eldgosinu á Hawaii.
Frá eldgosinu á Hawaii. AFP

Karlmaður slasaðist illa á Havaí eftir að steinhnullungur úr eldgosinu þar í landi lenti á honum.

Maðurinn sat á svölunum við heimili sitt þegar slysið varð. 

„Hann lenti á sköflungnum á honum og meiddi hann illa niður eftir fótleggnum,“ sagði talsmaður við Reuters en BBC greindi frá.

Bætti hann við að hnullungur úr eldgosinu gæti orðið álíka þungur og ísskápur.

Þetta eru fyrstu alvarlegu meiðslin sem íbúi Havaí hefur orðið fyrir eftir að eldgosið hófst í Kilauea-eldfjallinu í byrjun mánaðarins.

Ki­lau­ea er eitt virk­asta eld­fjall í heimi og eitt fimm eld­fjalla á Stóru-Eyju á Havaí.

Fram kemur að ástandið á eyjunni versni stöðugt fyrir íbúa hennar.

Í gær var hætta á að strandvegur sem íbúar geta notað til að komast í burtu myndi lokast af. Það myndi tefja brottflutning þeirra af eyjunni.

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert