Mannfall í árás á markaði

Margir íbúar Malí hafa flúið heimili sín vegna ofbeldisöldu sem …
Margir íbúar Malí hafa flúið heimili sín vegna ofbeldisöldu sem þar hefur geisað. AFP

Að minnsta kosti tólf almennir borgarar létust í árás sem gerð var á markaði í norðurhluta Malí í gær. Í árásinni var hermaður einnig skotinn til bana. Árásin varð gerð í bænum Boulekessi sem er skammt frá landamærunum að Búrkína Fasó.

Herinn á Malí segir að árásinni hafi verið beint að hermanninum. Vopnaður maður hafi ráðist að hermanni og skömmu síðar hafi að minnsta kosti tólf almennir borgarar sem einnig voru staddir á markaðnum drepnir. 

Fjarskiptasamband við svæðið er mjög lítið og því hefur herinn ekki getað aflað frekari upplýsinga um tildrög árásarinnar. 

Fyrrverandi ráðherra, sem AFP-fréttastofan ræðir við, segir að vitni segi að maður hafi skotið hermanninn og að hann sé að berjast fyrir lífi sínu á spítala. Hans heimildir herma að fimmtán almennir borgarar hafi látist. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert