Beita Íran hörðustu viðurlögum sögunnar

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, tilkynnti rétt í þessu að Bandaríkin hygðust setja „hörðustu viðurlög sögunnar“ á Íran.

Samkvæmt frétt BBC sagði Pompeo í ræðu í Washington að Íran myndi þurfa að berjast við að halda efnahagi landsins á floti eftir að þvinganirnar tækju gildi.

Hann sagði að ríkisstjórnin myndi í samstarfi við varnarmálaráðuneytið koma í veg fyrir hvers kyns árásir frá Íran.

Fyrr í mánuðinum tók Donald Trump forseti þá ákvörðun að draga Bandaríkin úr kjarnorkusamningnum við Íran og boðaði hertar viðskiptaþvinganir.

Í fyrstu stóru utanríkisstefnuræðu sinni tilkynnti Pompeo um „áætlun B“ í aðgerðum gegn Íran.

Hann setti fram tólf skilyrði þess að möguleiki væri á nýjum samningi við yfirvöld í Tehran. Meðal þeirra var krafa um að Íran afturkallaði allar hersveitir sínar frá Sýrlandi og hættu stuðningi við uppreisnarmenn þar í landi.

„Leiðtogarnir í Tehran munu ekki efast um að okkur er alvara,“ sagði Pompeo, og Íran hefði aldrei aftur óbeislað vald yfir Mið-Austurlöndum.

mbl.is
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...