Beita Íran hörðustu viðurlögum sögunnar

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, tilkynnti rétt í þessu að Bandaríkin hygðust setja „hörðustu viðurlög sögunnar“ á Íran.

Samkvæmt frétt BBC sagði Pompeo í ræðu í Washington að Íran myndi þurfa að berjast við að halda efnahagi landsins á floti eftir að þvinganirnar tækju gildi.

Hann sagði að ríkisstjórnin myndi í samstarfi við varnarmálaráðuneytið koma í veg fyrir hvers kyns árásir frá Íran.

Fyrr í mánuðinum tók Donald Trump forseti þá ákvörðun að draga Bandaríkin úr kjarnorkusamningnum við Íran og boðaði hertar viðskiptaþvinganir.

Í fyrstu stóru utanríkisstefnuræðu sinni tilkynnti Pompeo um „áætlun B“ í aðgerðum gegn Íran.

Hann setti fram tólf skilyrði þess að möguleiki væri á nýjum samningi við yfirvöld í Tehran. Meðal þeirra var krafa um að Íran afturkallaði allar hersveitir sínar frá Sýrlandi og hættu stuðningi við uppreisnarmenn þar í landi.

„Leiðtogarnir í Tehran munu ekki efast um að okkur er alvara,“ sagði Pompeo, og Íran hefði aldrei aftur óbeislað vald yfir Mið-Austurlöndum.

mbl.is
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Mergur málsins
Óska eftir að kaupa bókina Megur málsins eftir Jón G. Friðjónsson. Útg. Örn og ...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...
Pallhýsi frá Travel Lite
Ferð með pallhýsi Nú er besti tíminn til að panta hús frá USA Verðið best, at...