Livingstone úr Verkamannaflokknum

Ken Livingstone.
Ken Livingstone. AFP

Fyrrverandi borgarstjóri London, höfuðborgar Bretlands, Ken Livingstone, tilkynnti í dag að hann hefði sagt sig úr breska Verkamannaflokknum. Livingstone var rekinn úr flokknum árið 2016 vegna ásakana um gyðingaandúð og segir hann í tilkynningu sinni í dag að vegna þess væri vera hans í Verkamannaflokksins notuð til þess að beina athyglinni frá öðrum málum.

„Eftir mikla umhugsun hef ég ákveðið að segja mig úr Verkamannaflokknum,“ segir í yfirlýsingunni sem Livingstone birti á vefsíðu sinni, en flokkurinn hefur að undanförnu verið sakaður um að ala á gyðingaandúð. Livingstone hafnar því hins vegar alfarið að hann hafi gerst sekur um slíkt og kallað vanvirðingu af þeim sökum yfir Verkamannaflokkinn.

„Ég hef andstyggð á gyðingaandúð, ég hef barist alla ævi mína gegn henni og mun halda því áfram,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Livingstone var rekinn úr Verkamannaflokknum í kjölfar þess að hann sagði í útvarpsþætti að stefna nasistaforingjans Adolfs Hitlers hafi upphaflega verið að senda alla gyðinga til Ísraels áður en hann hafi misst vitið og látið myrða sex milljónir gyðinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert