Með 106 kókaín-hylki innvortis

Pakkningar af kókaíni.
Pakkningar af kókaíni. Facebook-síða lögreglunnar á Suðurnesjum.

Indverska lögreglan notaði hægðarlyf til þess að endurheimta 106 hylki með kókaíni úr maga brasilískrar konu sem reyndi að smygla efnunum inn í landið. Eiturlyfin eru metin á um 900 þúsund Bandaríkjadali, 94,5 milljónir króna.

Konan, sem er 28 ára gömul, var handtekin á alþjóðaflugvellinum í Delí 14. maí en þangað kom hún með flugi frá Sao Paulo. Hún var leidd fyrir dómara í dag og úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald. 

Alls voru 930 grömm af hreinu suðuramerísku kókaíni í hylkjunum og er þetta mesta magn sem hefur endurheimst með þessum hætti í Delí að sögn lögreglu. Hún á yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi fyrir smyglið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert