„Sársaukinn er óbærilegur“

Yvette Williams og Clarrie Mendy misstu frænkur sínar, mæðgurnar Mary ...
Yvette Williams og Clarrie Mendy misstu frænkur sínar, mæðgurnar Mary Mendy og Khadija Saye í brunanum. AFP

Marcio og Andreia Gomes voru búsett á 22. hæð í Grenfell-turninum í London. Andreia var gengin sjö mánuði á leið með þeirra fyrsta barn þegar eldur kviknaði í ísskáp í einni íbúð byggingarinnar. Eldurinn breiddist hratt út og galli í uppbyggingu háhýsisins leiddi til þess að húsið varð fljótt alelda. Marcia og Andreia náðu að forða sér úr eldhafinu. Nokkrum dögum seinna fæddist sonur þeirra andvana. „Hann átti að verða ofurstjarnan mín,“ sagði Marcio.

Andreia og Marcio Gomes áttu von á sínu fyrsta barni ...
Andreia og Marcio Gomes áttu von á sínu fyrsta barni þegar eldsvoðinn í Grenfell-turninum átti sér stað. Þeim tókst að flýja úr íbúð sinni á 22. hæð en nokkrum dögum seinna fæddi Andrei andvana son þeirra. AFP

Hann greindi frá reynslu hjónanna af eldsvoðanum í júní í fyrra við upphaf opinnar rannsóknar á eldsvoðanum í dag. Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn sem stendur yfir á orsökum og afleiðingum eldsvoðans þar sem 72 létu lífið.

Ættingjum hinna látna gefst kostur á að minnast ástvina sinna með því að segja þeirra sögu í þessum hluta rannsóknarinnar. Þeim er frjálst að tala eins lengi og þau vilja og birta myndir og myndskeið með frásögn sinni. Áður en frásagnirnar hófust fór sameinuðust viðstaddir í þögn í 72 sekúndur þar sem hver sekúnda var tileinkuð hverju fórnarlambi eldsvoðans.

Allt var tilbúið fyrir komu sonarins

Sonur Marcio og Andreia fékk nafnið Logan. „Hann var svo friðsæll, sofandi engillinn okkar,“ sagði Marcio, sem lýsti því hvernig allt var tilbúið fyrir komu sonarins og þeirrar spennu sem myndast hafði hjá foreldrunum tilvonandi. Þá þakkaði hann fyrir styrk eiginkonu sinnar og sagði að án hennar væri hann líklega ekki hér í dag.

„Fallegi sofandi engillinn okkar,“ skrifuðu Gomes-hjónin um soninn sem fæddist ...
„Fallegi sofandi engillinn okkar,“ skrifuðu Gomes-hjónin um soninn sem fæddist andvana, nokkrum dögum eftir brunann. Skjáskot/Youtube

Fjölskylda ljósmyndarans Khadija Saye og móður hennar, Mary Mendy, sögðu frá missinum þegar mæðgurnar létust í eldsvoðanum. „Sársaukinn er óbærilegur. Það er ekki hægt að lýsa tómleikanum í hjörtum okkar,“ segir í yfirlýsingu frænku Khadija, sem var lesin upp.

Milli frásagna veittu ættingjarnir hver öðrum stuðning, hughreystu og föðmuðu. Með því að segja sína sögu vonast ættingjarnir til að fá skýrari svör um hvað gerðist nákvæmlega í eldsvoðanum og af hverju það gerðist.

Martin Moore-Bick, dómari á eftirlaunum sem hefur umsjón með rannsókninni, ávarpaði ættingjana sem greindu frá reynslu sinni í dag og þá sem á hlýddu. Hann sagði eldsvoðann vera einn mesta harmleik sem hentu hefur borgina frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar. „En ég vona að minningar um fyrri hamingjustundir, samverustundir og gleðistundir muni tempra sorgina.“

Martin Moore-Bick stýrir rannsókninni á eldsvoðanum í Grenfell-turni sem varð ...
Martin Moore-Bick stýrir rannsókninni á eldsvoðanum í Grenfell-turni sem varð í júní í fyrra. AFP

Fjölskyldur fimm fórnarlamba eldsvoðans deildu sinni sögu í dag og hér má sjá myndskeið með öllum frásögnunum: 

Frétt BBC

mbl.is
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
Línuskautar
Til sölu velmeðfarnir línuskautar. Tegund: HYPNO - PATHMAKER - THUNDER Stærð: ...
Tæki fyrir fjórhjólið
Fjölmörg tæki í boði fyrir fjórhjólið www.hardskafi.is...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...