Vissu um ofbeldið en þögðu

Bandaríska sundkonan Ariana Kukors Smith.
Bandaríska sundkonan Ariana Kukors Smith. Twitter

Bandaríska sundkonan og verðlaunahafi á Ólympíuleikunum og fyrrverndi heimsmethafi, Ariana Kukors Smith, höfðaði í gær mál gegn bandaríska sundsambandinu sem hún sakar um að hafa hylmt yfir með þjálfara hennar þrátt fyrir að hafa vitað að hann hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi.

Málsókn Kukors Smith var lögð fram fyrir dómi í Orange-sýslu skammt frá Los Angeles en þar kemur fram að sundþjálfari hennar, Sean Hutchison, hafi farið að beita hana kynferðislegri áreitni þegar hún var 13 ára gömul. Þegar hún var 16 ára var hann farinn að káfa á henni og kyssa og þegar hún var 17 ára gömul hafi hann haft kynmök við hana.

Starfsmenn bandaríska sundsambandsins ákváðu að verja Hutchison fyrir bakgrunnseftirliti þrátt fyrir að orðrómur væri um að hann hefði gerst sekur um kynferðislega áreitni í garð barna, segir í málsskjölum Kukors Smith.

Hún segir ástæðuna vera þá að nemendur hans hafi staðið sig svo vel að þeir hafi ákveðið að horfa í hina áttina þegar kæmi að ásökunum í garð Hutchison um barnaníð. 

Hutchison hefur neitað ásökunum Kukors Smith sem hún bar á hann á netinu fyrr á árinu. Bandaríska sundsambandið segir að þá hafi það fyrst heyrt af þeim. Kukors Smith er 28 ára gömul í dag.

Hún segir að strax í ársbyrjun 2006 hafi það verið alþekkt meðal forystu sundsambandsins að Hutchison hafi átt í kynferðislegu sambandi við Kukors Smith þegar hún var 16 ára gömul. Þrátt fyrir að sú vitneskja hafi verið opinbert leyndarmál tilkynnti enginn um þessar grunsemdir um barnaníð innan sundhreyfingarinnar. Enginn reyndi að verja hana fyrir ofbeldinu af hálfu þjálfarans og enginn hafi reynt að stöðva Hutchison og níðingsverk hans í garð barns, segir Kukors Smith.

mbl.is
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Skrifstofuhúsnæði til leigu
Skrifstofuhúsnæði til leigu að Smiðjuvegi 3. Hentugt fyrir allt að 6 starfsmenn...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...