Skoða nýjar vísbendingar í máli Palme

Olof Palme, var skotinn í bakið af stuttu færi þann ...
Olof Palme, var skotinn í bakið af stuttu færi þann 28. febrúar 1986 á Sveavägen í Stokkhólmi. Morðmálið er enn óleyst 32 árum síðar. AP

Maður sem sagðist hafa orðið vitni að morðinu á Olof Palme, þáverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, fyirr 30 árum síðan er nú talinn tengjast drápinu.

Í grein sem birt er í tímaritinu Filter er Stig Engström, sem féll fyrir eigin hendi árið 2000, sagður líklegur til að vera morðingi Palme. Lögreglan hafnaði því í upphafi að hann væri morðinginn, en í grein Filter er rætt á ný við þá sem stóðu Engström nærri.

Palme var skotinn til bana í febrúar 1986 er hann var að koma úr bíó með konu sinni og hafa yfir 10.000 manns verið yfirheyrðir í tengslum við rannsóknina á morðinu. 134 hafa þá fullyrt að þeir hafi myrt Palme. Morðið er engu að síður enn óleyst 32 árum síðar.

BBC hefur eftir sænskum fjölmiðlum að lögregla sé nú að skoða nýjar vísbendingar í málinu og að hefur hún heitið því að það verði leyst.

Var of mikil gunga

Fyrrverandi eiginkona Engströms sagði í samtali við dagblaðið Expressen að lögregla hafi rætt við sig í tvígang um Engström á síðasta ári. „Þeir spurðu margs,“ sagði hún. „Hann var bara ekki sú týpa, það er alveg öruggt. Hann var of mikil gunga og hefði ekki gert flugu mein.“

Blaðamaðurinn Thomas Petterson segir hins vegar í rannsóknargrein Filters að Engström sé engu að síður einn hinna grunuðu. Hann var alltaf talinn lykilvitni í málinu þar sem hann var einn þeirra fyrstu á vettvang, en var ekki talinn grunaður. Sænskir fjölmiðlar nefndu hann gjarnan Skandia manninn þar sem hann hafði verið að vinna frameftir í Skandia byggingunni sem var í nágrenni árásarstaðarins.

Palme var skotinn til bana tveimur mínútum eftir að Engström yfirgaf bygginguna.

Engström var meðal þeirra sem báru vitni í réttarhöldunum gegn Christer Pettersson sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Palme 1988. Þeim dómi var síðar kollvarpað.

Fékk þjálfun í meðferð skotvopna

Filter fullyrðir nú að Engström hafi öðlast þjálfun í meðferð skotvopna og að hann hafi haft aðgang að byssu sambærilegri Magnum skambyssunni sem notuð var til að myrða Palme.

Sænskum sérfræðingum þykir hins vegar lítið til fullyrðinga Filter koma að sögn BBC, en málið heldur áfram að vekja áhuga Svía og hafa fjölmargar tilgátur litið dagsins ljós sl. 30 ár.

„Mér þykir lítið til koma,“ sagði lögfræðingurinn Leif Silbersky í samtali við Aftonbladet. „Það er auðvelt að benda fingrinum á látinn mann sem getur ekki varið sig.“

„Það borgar sig að fara varlega. Við erum vön því að fá mismunandi vísbendingar,“ sagði Sven-Erik Alhem fyrrum ríkissaksóknari.

Stefan Lofven forsætisráðherra Svíþjóðar sagði morðið á Palme hins vegar enn vera „opið sár á sænsku samfélagi“ í sjóvarpsviðtali í dag. „Það er mjög mikilvægt að það leysist,“ sagði hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
veggklukka antik veggklukka
er með flotta veggklukku með mjúkum og þægilegum slætti á12,000 kr sími 869-279...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing massage downtown Reykjavik. S. 7660348, Alina...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: ...