Morgan Freeman biðst afsökunar

AFP

Óskarsverðlaunaleikarinn Morgan Freeman hefur beðist afsökunar vegna ásakana á hendur honum um kynferðislega áreitni. Átta konur stigu fram í dag og sögðu sögur sínar af samskiptum við Freeman.

CNN fjallaði um málin í dag, en þar lýsti ein samstarfskvenna Freeman því að hann hefði margsinnis reynt að lyfta upp pilsi hennar og margsinnis spurt hvort hún klæddist undirfötum.

Samstarfsfólk Freeman segir að það hafi verið óskráð regla að konur klæddust ekki fötum sem drægju fram brjóst eða þröngum fötum.

„Allir sem þekkja mig eða hafa unnið með mér vita að ég er ekki einhver sem myndi meðvitað særa aðra eða valda þeim óþægindum. Ég bið þá fyrirgefningar sem ég hef valdið óþægindum eða sýnt óvirðingu, það var aldrei ætlun mín,“ sagði í tilkynningu sem Freeman sendi frá sér nú undir kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

TIL LEIGU: 4ra herbergja íbúð í Kópavogi
Til leigu 4ra herbergja íbúð, miðhæð í þríbýlishúsi. Staðsetning - vesturbær Kó...
110 fm sumarhús á Suðurlandi..
Sumarhús í Biskupstungum til sölu. Eru 2 hús, annað fullbúið og hitt með þrjú sé...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...
Íbúð til leigu.
4ra herb með bílskúr og sér bílastæði til leigu að Arahólum., 111 Rvík. Laus 1...