Nýbyggingar í landtökubyggðum

Landtökubyggð gyðinga á Vesturbakkanum en þær eru flestar byggðar á ...
Landtökubyggð gyðinga á Vesturbakkanum en þær eru flestar byggðar á svæðum sem áður voru heimili Palestínumanna. AFP

Varnarmálaráðherra Ísraels, Avigdor Lieberman, greindi frá því í dag að hann ætlaði að óska eftir samþykki skipulagsráðs um að heimila byggingu 2.500 heimila Ísraelsmanna á Vesturbakkanum. Um er að ræða íbúðir á 30 svæðum landtökufólks á Vesturbakkanum.

Lieberman segir í tilkynningu að þetta verði samþykkt í skipulagsráði í næstu viku og að framkvæmdir muni hefjast strax í ár. Hann ætlar einnig að óska eftir heimild til þess að byggja 1.400 íbúðir til viðbótar. Þær verða ekki byggðar strax að hans sögn.

Umfjöllun og útskýringar Vox á landtökubyggðunum á Vesturbakkanum

mbl.is