Trump aflýsir fundinum með Kim

Donald Trump mun ekki funda með Kim Jong-un.
Donald Trump mun ekki funda með Kim Jong-un. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aflýst fyrirhugðum fundi með Kim Jong-un, leiðtoga einræðisstjórnarinnar í Norður-Kóreu. Trump segir að slíkur fundur sé óviðeigandi eins og er.

Ákvörðunin tengist nýlegri yfirlýsingu norðurkóreskra stjórnvalda sem einkenndist mjög af miklum fjandskap og reiði, að því er segir á vef BBC.

Til stóð að halda leiðtogafundinn í Singapore 12. júní. 

Hvíta húsið í Washington hefur birt bréf frá Trump, sem hann sendi norðurkóreska leiðtoganum, þar sem segir, að hann hlakki mjög til að hitta Kim einhvern tímann síðar.

mbl.is
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Til sölu Musso Sport pallbíll árg.2004
Tilboð óskast í bílinn - gangfær en óskoðaður. Upplýsingar: 5531049 Ólafur Heið...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR í Glæsibær
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristalsljósak...