Trump aflýsir fundinum með Kim

Donald Trump mun ekki funda með Kim Jong-un.
Donald Trump mun ekki funda með Kim Jong-un. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aflýst fyrirhugðum fundi með Kim Jong-un, leiðtoga einræðisstjórnarinnar í Norður-Kóreu. Trump segir að slíkur fundur sé óviðeigandi eins og er.

Ákvörðunin tengist nýlegri yfirlýsingu norðurkóreskra stjórnvalda sem einkenndist mjög af miklum fjandskap og reiði, að því er segir á vef BBC.

Til stóð að halda leiðtogafundinn í Singapore 12. júní. 

Hvíta húsið í Washington hefur birt bréf frá Trump, sem hann sendi norðurkóreska leiðtoganum, þar sem segir, að hann hlakki mjög til að hitta Kim einhvern tímann síðar.

mbl.is
Klettar - Heilsárshús - 65fm + 35fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
Antik!!! Bílkasettutæki og hátalarar..
Til sölu Clarion bílkasettutæki ónotað, enn í kassanum..Verð kr 10000 (antik ! )...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...