Trump aflýsir fundinum með Kim

Donald Trump mun ekki funda með Kim Jong-un.
Donald Trump mun ekki funda með Kim Jong-un. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aflýst fyrirhugðum fundi með Kim Jong-un, leiðtoga einræðisstjórnarinnar í Norður-Kóreu. Trump segir að slíkur fundur sé óviðeigandi eins og er.

Ákvörðunin tengist nýlegri yfirlýsingu norðurkóreskra stjórnvalda sem einkenndist mjög af miklum fjandskap og reiði, að því er segir á vef BBC.

Til stóð að halda leiðtogafundinn í Singapore 12. júní. 

Hvíta húsið í Washington hefur birt bréf frá Trump, sem hann sendi norðurkóreska leiðtoganum, þar sem segir, að hann hlakki mjög til að hitta Kim einhvern tímann síðar.

mbl.is
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Þakefnalagnir.
Allar þakefnalagnirlagnir. Viðhald og viðgerðir. Nýlagnir og endurnýjun. Vanta...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...